Manchester United hefur staðfest það að þeir Marcel Sabitzer og Wout Weghorst séu farnir frá félaginu.
Báðir leikmennirnir komu til Man Utd í janúarglugganum og skrifuðu undir samning út sumarið.
Sabitzer var lánaður frá Bayern Munchen og þá var Weghorst lánaður til Rauðu Djöflanna frá Burnley.
Man Utd hefur ákveðið að reyna ekki frekar við þessa leikmenn og eru þeir nú mættir aftur til starfa hjá sínum liðum.
Þeir þóttu ekki heilla nóg til að vera keyptir endanlega og munu ekki spila á Old Trafford næsta vetur.