Eduardo Camavinga hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við spænska stórliðið Real Madrid.
Marca á Spáni fullyrðir þessar fregnir en Camavinga gekk aðeins í raðir Real fyrir tveimur árum frá Rennes.
Síðan þá hefur Camavinga fest sig í sessi sem mikilvægur leikmaður Real og skrifar undir samning til ársins 2028.
Athygli vekur að kaupákvæði Camavinga hljómar nú upp á einn milljarð punda og ljóst er að ekkert félag er að fara taka hann fyrir þá upphæð.
Camavinga er einn efnilegasti miðjumaður heims og er ljóst að Real hefur engan áhuga á að missa hann til annars félags á næstunni.