Chelsea er ekki hætt að næla í unga og efnilega leikmenn þrátt fyrir að Todd Boehly hafi eignast félagið í fyrra.
Chelsea hefur undanfarin ár verið þekkt fyrir það að semja við unga leikmenn og lána þá annað og verða þeir svo seldir fyrir gróða.
Nýjasti leikmaðurinn ber nafnið Angelo sem er á leið til Chelsea fyrir 15 milljónir evra.
Um er að ræða algjört undrabarn frá Brasilíu en hann er á mála hjá Santos og er 18 ára gamall.
Angelo var orðaður við Barcelona sem neitaði að borga eins háa upphæð og Chelsea og hefur dregið sig úr kapphlaupinu.
Óvíst er hvort Chelsea ætli að nota Angelo á næstu leiktíð en hann hefur nú þegar spilað 129 meistaraflokksleiki fyrir Santos þrátt fyrir ungan aldur.
Ef hann skrifar undir verður samningurinn til sex ára.