Margir telja að færsla varnarmannsins Trevoh Chalobah sé að staðfesta skipti Mason Mount til Manchester United.
,,Strákurinn minn,“ skrifaði Chalobah á Twitter síðu sinni og bætti við brotnu hjarta og grátandi ‘Emoji.’
Útlit er fyrir að Mount sé að kveðja uppeldisfélag sitt, Chelsea, eftir að hafa spilað fyrir félagið allan sinn feril.
Chalobah hefur verið liðsfélagi Mount á Stamford Bridge en Man Utd er að kaupa leikmanninn á 60 milljónir punda.
Dæmi nú hver fyrir sig en færsluna má sjá hér fyrir neðan.
My boy 😢💔
— Trevoh Chalobah (@TrevohChalobah) June 29, 2023