fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fyrsta kynlífsdúkkan Borghildur var hönnuð af nasistum til að fullnægja löngunum hermanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 30. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1941 var heimurinn fastur í heljargreipum hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar með öllum þeim skelfingum sem henni fylgdu. Bæði Bandamenn og Öxulveldin gerðu sitt ítrasta til að þróa vopn gegn hvert öðru en sum vopn voru óhefðbundnari en önnur.

Eitt þeirra var Borghildur, heimsins fyrsta kynlífsdúkka, sem var verkefni undir stjórn þýska SS leiðtogans Heinrich Himmler. 

Þegar að Þjóðverjar hernámu Frakkland rauk upp sýfilis faraldur meðal þýskra hermanna og hafði Himmler miklar áhyggjur af því að kynlífsiðkun hermanna væri að að veikja verulega styrk innrásarhers Þjóðverja. Hann vissi að það væri með öllu vonlaust að koma í veg fyrir að hermenn stunduðu kynlíf og fór því að huga að því hvernig unnt væri að fullnægja samfaralöngun piltanna án þess að þeir ættu á hættu á að sýkjast af kynsjúkdómum.

Franskt vændishús á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Í skýrslu sem Himmler sendi til Hitlers sagði hann mestu hættuna í Frakklandi ekki vera andpyrnuhreyfinginu heldur heldur  „útbreidda og stjórnlausa nærveru hóra sem lokkuðu til sín hermenn út um alla París.“

Og þar með vaknaði hugmyndin um að hanna kvenmannsskrokk sem héldi hermönnum fullnægðum en tryggði jafnframt að engin hætta væri á kynsjúkdómum. 

Fékk verkefni nafnið Borghildur, eða Borghild.

Snúið verkefni

Maður að nafni Franz Tschakert, einn af stjórnendum Þjóðarsafns Þýskalands um hreinlæti (sem var í alvöru til á þessum árum) var fengin til að koma hugmynd Himmlers á koppinn. 

Á fjórða áratugnum hafði Tschakert orðið landsþekktur í Þýskalandi fyrir hönnun sína á Glerkonunni, skúlptúr af nakinni konu úr gleri sem var líffærafræðilega 100% nákvæm. 

Tschakert þótti því fullkominn kandídat í verkefnið. 

Hitler gaf persónulega leyfi sitt fyrir gerð Borghildar.

En verkefnið var snúið og stóð Tschakert frammi fyrir fjölda erfiðra spurninga sem voru honum áskorun. Ein sú snúnasta var hvernig skyldi hanna kvenmannslíkama sem hermenn væru viljugir til að velja fram yfir raunverulega konu til að kynlífsiðkana? 

Teymi Tschakert setti niður á blað hugmyndir um hvað væri nauðsynlegast. Dúkkan þurfti fyrst og fremst að vera sem líkust alvöru konu við snertingu, hún mátti ekki vera stíf eða hörð viðkomu, og allra helst að geta sýnt einhvers konar viðbrögð við kynlífi. Kynfærasvæðið þurfi einnig að vera líffræðilega kórrétt. 

Lögulegar mjaðmir og þokkalega stór brjóst

Í fyrstu tilraun var reynt að byggja Borghildi úr áli en það var snemma ljóst að það var með öllu vonlaust. Þá ákvað Tschakert að prófa sílikonblöndu sem var algeng við framleiðslu á barnaleikföngum. 

Fyrstu tilraunir með sílikonhönnun gengu þokkalega vel og þrátt fyrir að það væri töluverður ágreiningur í teyminu um hvernig hann bæri hina fullkomnu konu, kom hópurinn sér að mestu leyti saman um að Borghildur skildi hafa vöxt íþróttakonu en með lögulega mjaðmir. Voru reyndar allir sammála að Borghildur skyldi brjóst í stærri kantinum sem hermönnum þætti gott að grípa í í hita leiksins. 

Glerkona Tschakert

Stærsta áskorun teymisins reyndist þó vera andlit Borghildar en Tschakert taldi lykilatriði að hafa hana nógu fallega til að vekja áhuga karlmanna til að skoða nánar aðra líkamshluta hennar. 

Hann gaf teyminu því það verkefni að teikna upp það sem hann kallaði lostafullt andlit. Teymið teiknaði upp fjölda andlita áður en allir urðu sammála um fegurð Borghildar, sem var höfð stutthærð, til að minna hermenn á að það væri jú styrjöld í gangi og enginn tími fyrir konur, er studdu hernað Þjóðverja, að vera að dytta að síðu hári. 

Hvað varð um Borghildi?

Frumgerðin af Borghildi sló í gegn þegar hún var kynnt fyrirmönnum þýska hersins og segir sagan að Himmler hafi sjálfur umsvifalaust pantað 50 eintök til einkanota. 

En hvað gerðist síðan er ekki vitað með vissu. 

Það var uppi orðrómur að dúkkan hafi þótt það dýr í framleiðslu að hugmyndin hafi strax verið slegin út af borðinu.

Sumir segja aftur á móti að Borghildur hafi farið í framleiðslu og send út til nokkurra hópa hermanna til prufu en alfarið verið hafnað. Hafi hermönnum þótt dúkkan vandræðaleg og ekki viljað fyrir sitt lifandi líf láta það heyrast meðal félaga sinna að þeir hefðu fullnægt sér á gúmmíblöndu. 

Aðrir segja framleiðslu á Borghildi hafi snemma verið hætt þar sem viðsnúningur á stríðinu árið 1942, Bandamönnum í hag, setti kynlífsdúkku neðarlega á lista yfir hvað skyldi framleiða í þýskum verksmiðjum. Voru vopn tekin fram yfir Borghildi. 

Hreinlætissafnið í Dresden, þar sem hönnun dúkkunnar fór fram, var sprengt í tætlur í stríðinu og því er lítið af heimildum um Borghildi til í dag. Það eru aðeins til örfáar ljósmyndir sem einhver fann í rústunum og rötuðu þær á endanum til blaðamanns að nafni Norbert Lenz sem fékk áhuga á sögunni af Borghildi, sögu sem fæsti höfðu nokkurn tíma heyrt um. 

Borghildur

Merkilegt en óhugnalegt

Lenz náði að ræða við einhverja af þeim sem enn voru á lífi og höfðu komið að hönnuninni og sagði Lenz það hafa veitt afar forvitnilega innsýn í hugarheim þýskra yfirvalda um þetta merkilega, en að mörgu leyti óhugnanlega, verkefni.

Hönnun Borghildar sýndi líka, svo enginn vafi leikur á, hvað yfirvöld í Þýskalandi töldu vera hina fullkomnu kvenlegu fegurð. Borghildur var að sjálfsögðu hvít, ljóshærð, íþróttamannslega vaxin, með barneignamjaðmir og til þess eins að veita karlmönnum gleði. 

Sem segir margt um hugmyndafræði nasista og viðhorf þeirra til kvenna og kynlífs. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“