Mason Mount mætir til Manchester á mánudag og fer í læknisskoðun hjá félaginu, hann skrifar svo undir fimm ára samning við félagið.
United samdi við kaupverð á Mount í gær við Chelsea en hann er í sumarfríi en mætir til leiks á mánudag til að klára málin.
Manchester United have scheduled a medical for Mason Mount on Monday #mufc #cfc https://t.co/dumRyY0xC1
— Matt Law (@Matt_Law_DT) June 30, 2023
United borgar 55 milljónir punda í öruggar greiðslur og 5 milljónir punda í mögulega bónusa.
Mount er 24 ára gamall og átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea, hann lét félagið viti að hann vildi burt.
Mount er enskur landsliðsmaður sem átti þó ekki sitt besta tímabil síðast eins og aðrir hjá Chelsea.