Gylfi Þór Sigurðsson ætlar ekki í skaðabótamál við breska ríkið eftir að hafa verið í tæp tvö ár í farbanni í landinu á meðan rannsókn á hans máli fór fram. Morgunblaðið greinir frá.
Gylfi hafði íhugað skaðabótmál en eftir tvö ár í rannsókn var málið fellt niður, var talið útilokað að hann yrði sakfelldur.
„Eftir vandlega athugun hefur Gylfi ákveðið að horfa fram á við. Að óbreyttu hyggst hann því láta hjá líða að krefjast skaðabóta,“ segir Róbert Spanó, lögmaður Gylfa við Morgunblaðið.
Gylfi Þór er nú að skoða sín mál í fótboltanum en hann hefur ekki spilað í tvö ár á meðan málið er í rannsókn.
Samkvæmt heimildum 433.is er hann í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum og mun hann eiga samtal við félagið á næstu dögum.
Gylfi var samningsbundinn Everton þegar málið kom upp en varð samningslaus þegar málið hafði verið ár í rannsókn og var án félags eftir það og fékk enginn laun.