Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
FH hefur komið mörgum á óvart í Bestu deild karla í ár undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Ekki höfðu allir trú á honum er hann sneri aftur í Kaplakrika í vetur.
„Mér fannst þessi umræða svolítið steikt,“ segir Adam.
„Hann hefur alltaf verið geggjaður þjálfari og ég veit ekki af hverju hann ætti að vera orðinn eitthvað slæmur þjálfari út af einu slæmu tímabili.“
Umræðan í heild er í spilaranum.