Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
Adam hefur komið víða við á ferlinum áður en hann sprakk út hjá Val á þessu tímabili, þar sem hann hefur verið frábær. Hann ræddi flakkið í þættinum.
„Þetta var kannski blanda af því að ég var erfiður, óþroskaður líkamlega og það var svosem líka komið illa fram við mig. Á endanum þarftu alltaf að vera hjá manneskju sem hefur trú á þér.
Ég var kannski svolítið óþolinmóður. Jurgen Klopp talaði um það um daginn að ef þú ert tvítugur ekki að spila í dag ertu bara óþolinmóður og farinn. Ég kannski gerði það en ég sé ekki eftir neinu í dag. Mér líður ótrúlega vel í Val.“
Umræðan í heild er í spilaranum.