Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
Cloe Lacasse er gengin í raðir Arsenal frá Benfica. Hún lék um árabil með ÍBV og er með íslenskan ríkisborgararétt.
„Mér finnst hálfgerður skandall að Cloe Lacasse megi ekki spila með íslenska landsliðinu,“ sagði Helgi í þættinum.
Hrafnkell tók til máls.
„Þetta snerist um einhverja mánuði. Þú þarft að búa á Íslandi í einhver sex ár sem eru sturlaðar reglur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.