Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.
Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Leikmaðurinn er sterklega orðaður við DC United í Bandaríkjunum. Þá var hann orðaður við Val hér heima.
„Ég hallast að því að DC United sé líklegasti áfangastaður hans,“ segir Hrafnkell.
„Ég held að þetta sé flottur staður til að koma sér í gang. Með Gulla (Guðlaug Victor Pálsson) með sér og Wayne Rooney sem þjálfara. Hann fær örugglega að gera þetta á sínu tempói.“
Umræðan í heild er í spilaranum.