fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Búið að draga í forkeppni Meistaradeildarinnar – Ljóst hverjum Stjarnan og Valur mæta

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júní 2023 14:00

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að draga í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Valur og Stjarnan taka bæði þátt í keppninni í ár.

Spiluð verða eins konar „míní“ mót þar sem leikirnir í hverjum riðli fyrir sig fara allir fram á sama stað, þann 6. og 9. september.

Valur er í riðli með KFF Vllazina frá Albaníu, Fomget SK frá Tyrklandi og KFF EP-Hajvalia frá Kósóvó. Valur mætir Fomget SK í undanúrslitum riðsilsins og ef þær vinna sigur í þeim leik mætir liðið annað hvort KFF Vllanzina eða KFF EP-Hajvalia í úrslitaleik.

Stjarnan er í riðli með Levante frá Spáni, Twente frá Hollandi og Sturm Graz frá Austurríki. Stjarnan mætir Levante í undanúrslitum riðsilsins og ef þær vinna sigur í þeim leik mæta þær annað hvort Twente eða Sturm Graz í úrslitaleik.

Ekki er ákveðið hvar leikirnir fara fram en liðin í hverjum riðli fyrir sig ákveða það í sameiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur