Nú flykkjast knattspyrnumenn til Sádi-Arabíu í leit að stærri launaseðli. Margir þeirra eiga fjölskyldur sem eru með í för en makar þeirra lúta ekki sömu reglum í Mið-Austrinu.
Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, N’Golo Kante og Karim Benzema eru allir mættir til Sádi-Arabíu. Þeir eru aðeins hluti af þeim leikmönnum sem þangað eru komnir og þá eru leikmenn á borð við Roberto Firmino og Marcelo Brozovic á leiðinni.
Eiginkonur þeirra og kærustur þurfa að venjast ströngum lögum í Sádi-Arabíu.
Þær þurfa til að mynda að klæða sig „hóflega.“ Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo, varð fyrir gagnrýni fyrr á árinu fyrir bikinímynd, svo dæmi sé nefnt.
Konur af erlendum uppruna mega þá ekki drekka áfengi. Þær mega heldur ekki borða svínakjöt eða borða og drekka á almanna færi yfirhöfuð á meðan Ramadan stendur yfir.