Sami er dóttir leikarans Charlie Sheen og leikkonunnar Denise Richards.
„Þetta er djarfasta myndin mín til þessa. Alveg gegnsær toppur… Ég veit þið viljið sjá þau,“ skrifaði Sami á Twitter og birti mynd af sér í gegnsæjum topp, en búin að blörra yfir geirvörturnar.
this is my riskiest content so far 😳 fully see through top… i know u wanna see em 🍒 https://t.co/PXquYbr6rQ pic.twitter.com/rJ2D4jDyUw
— sami sheen (@samiisheen) June 20, 2023
Sami hefur verið opin um hvers konar efni hún framleiðir fyrir OnlyFans og hefur áður útskýrt af hverju hún sýnir eiginlega aldrei geirvörturnar.
„Ég veit þú hugsar kannski: „Hvernig í fjandanum ertu kynlífsverkakona ef þú sýnir þær ekki? En treystið mér, ég hef mínar leiðir,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.
„Ég sýni samt næstum því allt. Ég vil bara bíða þar til [brjóstin eru alveg tilbúin] og ég sé ánægð með það sem ég er að sýna ykkur.“
Þó Sami titli sig sem „kynlífsverkakonu“ (e. sex worker) þá er hún ekki klámstjarna.
„Ég hitti ekki fólk, ég tek mig ekki upp stunda kynlíf,“ sagði hún og tók fram að hún dæmi ekki fólk sem gerir það.
„Ég segi að ég sé kynlífsverkakona því helsta tekjulind mín er OnlyFans. En ef fólk myndi gera rannsóknarvinnuna sína þá myndi það vita að það eru til margar tegundir af kynlífsvinnu. Ég veit ekki af hverju það er svona umdeilt, ég elska vinnuna mína svo mikið.“
Sami hefur meira að segja tekist að breyta skoðun foreldra sinna, sem styðja nú dóttur sína og starf hennar.
Þegar Sami byrjaði á OnlyFans fyrir ári síðan var faðir hennar verulega ósáttur.
Sjá einnig: Kennir fyrrverandi um að dóttir þeirra sé á OnlyFans
„Ég gef þessu ekki mína blessun,“ sagði leikarinn á sínum tíma. „En þar sem ég get ekki komið í veg fyrir þetta þá hvatti ég hana til að halda þessu snyrtilegu, listrænu og að fórna ekki heilindum sínum.“
Hann gaf einnig til kynna að þetta væri móður hennar að kenna.