fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Hryllingur á Bangkok-flugvelli – Missti fótinn eftir að hafa fest sig í göngubraut

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. júní 2023 11:00

Fréttamynd frá atvikinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tælensk kona á sextugsaldri varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að missa annan fótinn eftir að hafa fest sig í göngubraut á flugvellinum í Bangkok. News.com greinir frá en í frétt miðilsins kemur fram að konan hafi verið á leið í flug á Don Mueang-flugvellinum í gær þegar hún varð fyrir því óláni að detta um ferðatösku sína á göngubrautinni með þeim afleiðingum að fótur hennar festist.

Aðrir farþegar reyndu í ofboði að finna neyðarrofa til að slökkva á göngubrautinni en það tókst ekki fyrr en fótleggurinn hafði orðið miklum áverkum.

Viðbragðsaðilar mættu síðan á vettvang og komust þá að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að skera fót farþegans af við hné og var það gert. Í frétt News.com kemur fram að nú sé verið að meta hvort hægt sé að græða fótinn aftur á konuna en skiptar skoðanir séu um það meðal lækna.

Í yfirlýsingu frá flugvellinum kemur fram að stjórnendur hans séu miður sín vegna atviksins og allt verði gert til þess að tryggja að ekkert þessu líkt geti átt sér stað aftur.

Göngubrautin er frá árinu 1996 og er framleiðandi hennar japanski tæknirisinn Hitachi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“