Stjarnan gerði lítið úr FH í leik í Bestu deild karla í kvöld þar sem heimamenn unnu sanngjarnan 5-0 sigur. Leikurinn var búinn eftir um tólf mínútur.
Emil Atlason skoraði tvö mörk í röð, það fyrra á tíundu mínútu og hið síðara tveimur mínútum síðar. Eggert Aron Guðmundsson bætti því þriðja við í fyrri hálfleik.
Ísak Andri Sigurgeirsson kom að öllum þessum mörkum og var magnaður í liði Stjörnunnar í kvöld.
Guðmundur Kristjánsson bætti við fjórða markinu áður en Ísak fullkomnaði leik sinn með fimmta markinu. Stjarnan fór upp úr fallsæti með sigrinum og upp í það áttunda.
Á sama tíma vann topplið Víkings sigur á Fylki en liðið þurfti að hafa fyrir honum. Óskar Borgþórsson kom Fylki yfir áður en Matthías Vilhjálmsson og Viktor Örlygur Andrason komu gestunum yfir.
Það var svo Ari Sigurpálsson sem tryggði 1-3 sigur með marki í uppbótartíma.
Víkingur með átta stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.
Stjarnan 5 – 0 FH
1-0 Emil Atlason (Vítaspyrna)
2-0 Emil Atlason
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Guðmundur Kristjánsson
5-0 Ísak Andri Sigurgeirsson
Fylkir 1 – 3 Víkingur
0-1 Matthías Vilhjálmsson
1-1 Óskar Borgþórsson
1-2 Viktor Örlygur Andrason
1-3 Ari Sigurpálsson