Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United gerði vel við sig í mat og drykk á Nobu í Los Angeles í gærkvöldi. Staður sem stjörnur heimsins elska.
Rashford skildi við kærustu sína á dögunum en þau voru trúlofuð.
Með í kvöldverðinum í gær var Natalia Zoppa sem er þekktur fyrir þátttöku sína í Love Island þættinum.
Einkaþjálfarinn, Courtney Caldwell var einnig með í för en hún og Rashford fóru saman upp á hótel í Miami á dögunum.
Rashford átti frábær tímabil með Manchester United en nýtur nú þess að vera í sumarfríi í Bandaríkjunum.