fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Nína mætir aðgerðaleysi eftir að leigubílstjóri stakk af frá slysvettvangi – „Mér finnst þetta ótrúlega óréttlátt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Eck varð fyrir vægast ískyggilegri reynslu fimmtudagsmorguninn 22. júní síðastliðinn er hún var á ferð á reiðhjóli sínu á Sturlugötu í Vatnsmýrinni, (Sturlugata gengur úr úr Njarðargötu). Lenti hún þá í árekstri við svartan leigubíl.

Að sögn Nínu var leigubílnum ekið á miklum hraða en sjálf náði hún að lágmarka tjónið með því að bremsa áður en hún lenti á bílnum sem ekið var í veg fyrir hana. Nína meiddist ekki en framhjólið á reiðhjóli hennar beyglaðist og er það nú ónothæft.

Leigubílnum var ekið frá vettvangi og náði Nína ekki niður bílnúmerinu. Tilraunir hennar til að fá upplýst um hver hér var að verki hafa ekki borið árangur.

„Ég fyllti út eyðublað hjá lögreglunni seinnipart fimmtudags og þau sendu plagg og voru hætt rannsókn um hádegi á mánudegi. Án þess að einu sinni heyra í mér,“ segir Nína í samtali við DV. Samskipti við Samgöngustofu og leigubílastöðvarnar hafa ekki borið árangur.

„Staðan er sú núna að ég hef sent öllum taxafyrirtækjum og Samgöngustofu póst og beðið þau um að fletta upp hjá sér. BSR og City taxi hafa ekki svarað og nú var Samgöngustofa að halda því fram að þau gætu ekkert gert. Mér finnst þetta ótrúlega óréttlátt,“ segir Nína ennfremur.

Atvikið átti sér stað um kl. 10:40 fimmtudagsmorguninn 22. maí, fyrir réttri viku. Í tölvupósti til leigubílastöðvanna skrifar Nína: „Bílstjóri taxabifreiðarinnar var á ógnarhraða og náði ekki að stöðva bílinn nema í of mikilli fjarlægð frá mér til að ég sæi númeraplötuna. Hann stakk svo af og keyrði norður Njarðargötu og beygði svo til austurs við Hringbraut. Sem betur fer meiddist ég sjálf ekkert, en verra var með ársgamalt rafhjólið. Því bið ég ykkur um að athuga í kerfinu hvort þið getið hjálpað mér að komast í samband við bílstjórann og síðar tryggingafélag hans. Lögregluskýrsla hefur verið lögð fram en lögreglan hætti „rannsókn“ sinni eftir einn og hálfan virkan dag.“

„Ég sit núna uppi með ónýtt farartæki sem ég var búin að spara mér fyrir,“ segir Nína ósátt. DV hefur undir höndum tölvupósta hennar vegna málsins og þar kemur meðal annars fram að Samgöngustofa segist ekkert geta gert í málinu. Nína svarar því þannig:

„Fulltrúi sagði mér annað í símanum fyrir viku. Það hafa allar bjargir brugðist. Taxafyrirtækin svara mér ekki, enda væntanlega að verja eigin hagsmuni. Lögreglan hefur hætt rannsókn áður en þeir einusinni byrja á henni.

Ég sit uppi með ónýtan fararmáta sem ég þurfti að spara hörðum höndum fyrir. Ertu virkilega að segja mér að samgöngustofa, sem vissulega hefur allar þessar upplýsingar og gæti hjálpað í þessu máli, ætli að neita að gera það?“

Á Facebook-síðu sinni greinir Nína ennfremur frá atvikinu og birtir nákvæmlega leiðarlýsingu. Möguleg vitni að atvikinu eru beðin um að hafa samband við Nínu á Facebook-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“