Undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna verða leikinn á föstudag og laugardag.
FH fær Víking R. í heimsókn í Kaplakrika á föstudag klukkan 19:45. Bæði lið hafa vakið athygli á tímabilinu. Víkingur er í Lengjudeild og hafa nýliðar FH verið að gera frábæra hluti í Bestu deildinni.
Stjarnan tekur svo á móti Breiðablik í stórleik á laugardag.
Leikirnir verða sýndir á RÚV.
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Föstudag kl. 19:45 FH – Víkingur R (Kaplakrikavöllur)
Laugardag kl 14:00 Stjarnan – Breiðablik (Samsungvöllurinn)