„Þetta verður krefjandi og erfitt verkefni en mér líst mjög vel á það,“ segir Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, fyrir úrslitaleik umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Breiðablik tekur á móti Buducnost frá Svartfjallalandi hér heima. Liðin mættust einnig í fyrra í forkeppi Sambandsdeildarinnar. Þá höfðu Blikar betur.
„Þetta er töluvert breytt lið frá því í fyrra og okkar lið líka. Þetta eru tvö góð lið sem vilja fara áfram.“
Gengi Íslandsmeistara Breiðabliks hefur verið undir væntingum í Bestu deildinni en Damir segir það ekki skipta máli nú.
„Þessir leikir eru alltaf stórir og skemmtilegir, mikið undir.“
Nánar er rætt við Damir í spilaranum.