fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Brugðust samdægurs við fréttum um ásakanir á hendur manni sem hefur aðstoðað hjá Reiðskólanum – „Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. júní 2023 13:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Reiðskóla Reykjavíkur, hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson, segja að upplýsingar um meint kynferðisbrot fatlaðs manns sem sótt hefur reiðnámskeið hjá skólanum og aðstoðað með hesti eftir hádegi, hafi komið þeim í opna skjöldu. Í tilkynningu til DV kemur fram að brugðist hafi verið samdægurs við og að maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum þeirra.

Eins og DV greindi frá steig móðir ungrar stúlku, Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, fram með færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að maðurinn hefði brotið gegn dóttur sinni á námskeiði í Reykjadal síðasta sumar en ynni þrátt fyrir það áfram með börnum í umræddum reiðskóla og í svipuðum aðstæðum og þegar hann komst í tæri við dóttur hennar.

Halla Ingibjörg sagðist að aðili sér tengdur hefði heyrt í eigendum skólans, Eddu Rún og Sigurði, sem hafi komið af fjöllum og ekki haft hugmynd um málið. Hafði maðurinn verið í þrjú sumur að aðstoða hjá reiðskólanum en móðir mannsins, þjóðþekkt fréttakona, hefði ekki upplýst eigendurna um ásakanirnar á hendur syni sínum.

Var aldrei einn með nemendum né eftirlitslaus

„Um hádegi í gær, 28. júní, fengum við upplýsingar um að fatlaður maður, sem hefur undanfarin þrjú ár verið á reiðnámskeiði hjá okkur og hjálpað okkur með hrossin eftir hádegi, hefði verið sakaður um kynferðisbrot. Umræddur maður hefur aldrei verið starfsmaður hjá okkur en hefur fyrir greiðasemi fengið að vera eftir hádegi til aðstoðar í hesthúsunum. Á þeim tíma var hann aldrei að hjálpa til við reiðnámskeiðin, né var hann einn með nemendum eða eftirlitslaus í húsunum vegna fötlunar sinnar,“ segir í tilkynningunni frá Eddu Rún og Sigurði.

Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson, eigendur Reiðskóla Reykjavíkur

Upplýsingar um að maðurinn lægi undir grun um kynferðisbrot komu þeim fullkomlega í opna skjöldu.

„Við brugðumst við samdægurs og mun hann ekki koma nálægt reiðskólanum framar né aðstoða í hesthúsum okkar. Við hörmum að þessar aðstæður hafi komið upp og höfum þegar brugðist við til að tryggja öryggi barnanna, sem er aðalatriðið í okkar augum. Við munum tilkynna Barnavernd Reykjavíkur og lögreglunni um málið. Ef frekari spurningar vakna biðjum við ykkur að hafa samband. Þegar er búið að tilkynna foreldrum allra nemenda sem eru á reiðnámskeiði núna um málið,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“