fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Úrskurðaður í nálgunarbann fram í desember – Læsti sig inni í bíl af ótta við manninn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms og lögreglustjórans á Suðurlandi um að maður sæti nálgunarbanni til 13. desember 2023. Lagt er bann við að hann komi á eða sé við heimili konu, á svæði sem afmarkast af 50 metra. Jafnframt er manninum bannað að veita konunni eftirför, heimsækja hana, að koma nær henni á almannafæri en sem nemur 50 metrum, eða vera á annan hátt í sambandi við hana, beint eða óbeint, svo sem með símtölum, tölvupósti, samfélagsmiðlum eða með öðrum hætti.

Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa dreift kynferðislegu myndbandi af konunni, hótað henni og áður brotið nálgunarbann gegn henni. Um þetta segir í úrskurði héraðsdóms í málinu:

„Í greinargerð sóknaraðila er atvikum lýst á þann veg að í skýrslutöku af brotaþola sem fór fram þann 31. janúar síðastliðinn hafi hún lýsti því að varnaraðili hefði ítrekað brotið gegn henni kynferðislega, þ.á m. með dreifingu myndbands í desember síðastliðnum, sem sýndi hana nakta. Þá hafi brotaþoli lýst því að hún hafi um margra mánaða skeið þurft að þola stöðugt áreiti, ærumeiðingar, ógnanir og hótanir af hálfu varnaraðila, þ.á m. í tengslum við umrætt myndband, þar sem varnaraðili hafi t.d. hótað því að dreifa af henni frekari myndböndum af kynferðislegum toga, þ.á m. til foreldra hennar. Brotaþoli hafi reynt að koma í veg fyrir áreiti varnaraðila, þ.á m. með því að hætta að svara símtölum varnaraðila og útiloka hann á samfélagsmiðlum. Varnaraðili hafi þá gripið til annarra úrræða til þess að halda áreitinu áfram, þ.á m. komið að heimili hennar og sent henni skriflegar orðsendingar eftir ýmsum leiðum, sem og fengið þriðju aðila til þess að koma skilaboðum á framfæri til hennar.“

Þá segir frá því að í apríl hafi lögregla verið kölluð að heimili konunnar þar sem hún hafði læst sig inni í bíl sínum fyrir utan heimili sitt af ótta við manninn. Þegar lögregla kom á vettvang var hann á bílastæði rétt hjá og var handtekinn vegna gruns um brot á nálgunarbanni.

Þá er greint frá fleiri atvikum þar sem maðurinn sat fyrir konunni. Eru þessu mál til rannsóknar hjá lögreglu.

Nánar má lesa um málið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn