fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Vandræðalegar sögur íslenskra foreldra: „Með dildóinn minn upp við ennið og gargaði: „Ég er einhyrningur!““

Fókus
Fimmtudaginn 29. júní 2023 12:59

Verður það pínlegra?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Grétar Baldursson, flugumferðastjóri og umsjónarmaður Pabbalífsins á Instagram, fékk foreldra til að deila með sér vandræðalegum sögum úr uppeldinu.

Björn Grétar er tveggja barna faðir og eiginmaður. Hann stofnaði Pabbalífið sumarið 2021 og hefur síðan þá aflað sér mikilla vinsælda á miðlinum, hann er með tæplega 11 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hann bað fylgjendur um að deila með sér sögum af vandræðalegum atvikum tengdum börnum þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og er erfitt að segja hvaða saga er vandræðalegust, allt frekar pínlegar aðstæður sem þessir foreldrar lentu í.

„Þriggja ára barnið mitt að hlaupa út um allt með grindabotnskúlurnar á lofti,“ sagði ein.

Önnur móðir sagði:

„Í miðju barnaafmæli fyrir dóttur mína, þá fimm ára, kom hún hlaupandi út úr herberginu mínu með dildóinn minn upp við ennið sitt og gargaði: „ÉG ER EINHYRNINGUR!““

Eitt foreldri þurfti að hringja á aðstoð. „Ég þurfti að hringja á lögguna til að losa handjárn sem sonurinn fann og festi á sér,“ sagði foreldrið og bætti við að það hafi ekki verið neinn lykill.

Snípsugur eru kynlífstæki, einnig kallað sogtæki.

„Dóttir mín mætti með snípsuguna mína á andlitinu, hún hélt að þetta væri húðhreinsitæki,“ sagði ein móðir.

„Opna hurðina á almenningsklósetti á meðan ég var enn að pissa,“ sagði ein en það eru örugglega einhverjir foreldrar sem hafa upplifað sömu martröð.

„Í miðjum samförum hlammaði fjórtán ára unglingurinn sér upp í rúmið okkar til að hlaða símann sinn,“ sagði eitt foreldri og virtist Björn Grétar skelfingu lostinn á svip við að heyra þessa sögu.

Fylgstu með Pabbalífinu á Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife