Jamie Vardy, leikmaður Leicester, hefur hafnað því að fara til Sádi-Arabíu og skrifa undir hjá Al Khaleej FC. Þetta segir Rob Dorsett á Sky Sports.
Hinn 36 ára Vardy er kominn yfir sitt léttasta skeið og óljóst hver framtíð hans er í boltanum.
Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og á Vardy eftir að ákveða hvort hann taki slaginn með liðinu í B-deildinni.
Framherjinn knái á ár eftir af samningi sínum við Leicester.
Það er allavega ljóst að Vardy vill ekki fara til Sádi-Arabíu en samkvæmt fréttum hentar skref þangað ekki fjölskyldu leikmannsins.