fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Phil var eini farþeginn um borð – Tafðist samt á áfangastað

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Str­in­ger fékk draum fjölmargra flugfarþegar uppfylltan 26. júní síðastliðinn þegar hann var eini farþeg­inn um borð í flugi frá Okla­homa til Norður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um.

Flugvélin átti fyrst að fara í loftið sunnudagsmorguninn, en óveður varð til þess að yfir níu þúsund flug­ferðum í Banda­ríkj­un­um var af­lýst eða seinkað um helgina. Í myndbandi Str­in­ger á TikTok segir hann að eftir því sem fluginu var seinkað aftur og aftur, alls sjö sinnum, hafi sífellt fleiri farþegar annað hvort endurbókað flug sitt eða hreinlega gefist upp á biðinni. Hann hafi þó þrjóskast við og beðið, þannig að þegar vélin hóf sig loks á loft, 12 mín­út­ur yfir miðnætti, um 18 tím­um eft­ir áætlaðan brott­far­ar­tíma, var hann eini farþeg­inn um borð. 

„Ég er einn um borð og þau eru með heila áhöfn, þau vilja ekki fljúga þetta flug. Þau voru dregin af hótelinu til að fljúga með aðeins einn einstakling,“ segir Stringer. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið einn farþegi um borð var allt ferlið með hefðbundnum hætti, flugvallarstarfsmaður sá um að færa tösku Stringer í farangursrými, hliðvörður sá um að tilkynna auðum sætum um brottförina og flugþjónn leiðbeindi farþeganum eina um öryggisatriði flugsins.

@phil.stringer♬ Makeba

Flugvélin lenti um kl. 3.35, Stringer var kominn heim um kl. 7, sturtaði sig og mætti ósofinn til vinnu. Seg­ist hann hafa fundið til með bæði flug­vall­ar­starfs­fólk­inu og áhöfn­inni sem ræst var af hótelinu um miðnætti fyrir þetta óhefðbundna flug. Áhöfnin virðist þó ansi kát ef marka má myndbandið. 

Það skondna er að þó Stringer hafi verið einn um borð þá náði hann að verða viðskila við töskuna sína á áfangastað, hún fannst þó eftir um 45 mínútna leit.

@phil.stringer♬ Here With Me

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“