Arsenal hefur fengið til liðs við sig Cloe Lacasse frá Benfica. Félagið staðfestir þetta.
Lacasse hefur frá 2019 leikið með Benfica í Portúgal en fimm ár þar á undan lék hún með ÍBV hér á landi.
Lacasse hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica undanfarin ár og er nú mætt til stórliðs Arsenal.
Sóknarmaðurinn er frá Kanada en hún er með íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki leyfi frá FIFA til að spila fyrir Ísland.
Welcome the Arsenal family, @cloe_lacasse ❤️ pic.twitter.com/GQcQfIWN8N
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 29, 2023