fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fjölskyldumaður sem hefur búið á landinu frá 2006 verður framseldur til Póllands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. júní 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem flutti til Íslands árið 2006 og hefur síðan þá búið hér og starfað verður framseldur til Póllands. Þetta staðfesti Landsréttur með úrskurði þann 27. júní.

Maðurinn er pólskur ríkisborgari. Sem fyrr segir kom hann hingað til lands árið 2006 ásamt eiginkonu og ungum syni. Eftir að hingað kom bættist dóttir við fjölskylduna.

Í lok maí féllst ríkissaksóknari á framsal mannsins til Póllands að beiðni pólskra yfirvalda, á grundvelli tveggja evrópskra handtökuskipana. Varða þær gamla dóma í Póllandi sem maðurinn hefur ekki afplánað að fullu.

Fyrri handtökuskipunin er frá árinu 2017. Maðurinn hafi verið dæmdur í eins árs og tíu mánaða fangelsi en eigi eftir að afplána fjóra mánuði og átta daga. Dómurinn er vegna brota sem framin voru annars vegar árið 2003, en þá braust maðurinn ásamt öðrum manni inn á bílaverkstæði og stal hlutum. Hins vegar vegna brots frá árinu 1999 þar sem hann svipti einstakling frelsi í um sólarhring.

Seinni handtökuskipunin er frá árinu 2020. Hún er byggð á dómi sem féll árið 2005 vegna brots árið 2004. Var maðurinn dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals.

Í málsvörn sinni bar maðurinn því meðal annars við að málin væru fyrnd. Var ekki fallist á það en Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti framsalsúrskurð ríkissaksóknara og Landsréttur staðfesti síðan niðurstöðu héraðsdóms.

Lesa má ítarlega um málið hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum