Rússneski hershöfðinginn Sergei Surovikin hefur verið handtekinn af rússneskum stjörnvöldum vegna meintra tengsla hans við uppreisn Wagner-hersins síðustu helgi.
Moscow Times greinir frá handtökunni, samkvæmt heimildarmönnum var Surovikin handtekinn fyrir að vera með Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagner-hersins, í liði meðan á uppreisninni stóð. Surovikin, sem kallaður er Dómsdagshershöfðinginn í rússneskum miðlum, hefur stýrt hernaðaraðgerðum í Úkraínu og spilað stórt hlutverk í innrásinni.