Kai Havertz er genginn í raðir Arsenal. Það var staðfest í gær.
Kappinn kemur frá Chelsea og borgaði Arsenal 65 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Er hann fyrsti leikmaðurinn sem kemur á Emirates leikvanginn í félagaskiptaglugganum.
Arsenal kynnti Havertz til leiks í gær en þó ekki á bækistöðvum sínum í London. Leikmannakynningin og viðalið við Havertz fór fram á Marbella á Spáni þar sem Havertz var í brúðkaupi hjá markverði Chelsea, Kepa Arrizabalaga.
Stuðningsmönnum Arsenal fannst þetta heldur skondið.
„Þetta er algjörlega klikkað. Þeir hljóta að hafa geta beðið þar til eftir brúðkaupið,“ skrifaði einn.
„Þetta er mögulega það besta sem ég hef séð,“ skrifaði annar.
Loks skrifaði einhver: „Af hverju myndi Kepa leyfa þetta í brúðkaupinu sínu?“
Mun fleiri tóku í sama streng.