Bandaríska strandgæslan telur sig hafa fundið líkamsleifar fimmmenninganna sem létust um borð í kafbátnum Titan þann 18. júní.
Í tilkynningu gæslunnar segir að sérfræðingar á vegum nefndarinnar muni rannsaka og bera kennsl á leifarnar.
Kafbáturinn féll saman vegna bilunar í ytra byrði bátsins. Brakið fannst á botni Atlantshafsins nálægt flaki Titanic, sem liggur á 3.800 metra dýpi, og var brakið flutt á land í St. Johns á Nýfundnalandi í gær.
Kafbáturinn var á stærð við jeppling og um borð voru Stockton Rush, forstjóri OceanGate, fyrirtækisins sem átti kafbátinn, breski landkönnuðurinn og auðjöfurinn Hamish Harding, pakistanski auðjöfurinn Shahazda Dalwood og sonur hans Suleman, og franski kafbátafræðingurinn Paul Henri Nargoelot.