Knattspyrnukonan Nikkole Teja hefur opinberað það að hún hafi opnað reikning á OnlyFans í ljósi mikillar eftirspurnar.
Hin 23 ára gamla Teja spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en hún hélt í atvinnumennsku í Mexíkó.
Hún er gríðarlega vinsæl á Instagram og nú er hún mætt á OnlyFans.
Segir Teja að hún fari á OnlyFans í ljósi mikillar eftirspurnar, en aðdáendur hafa hvatt hana til að opna þar reikning.
Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á knattspyrnuferilinn, en Teja er samningslaus sem stendur.