Tveimur leikjum lauk nýlega í Bestu deild karla.
KR tók á móti Keflavík og vann sterkan sigur. Liðið er ósigrað í átta leikjum í röð eftir kvöldið.
Atli Sigurjónsson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks og bætti Ægir Jarl Jónasson við marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks.
KR er í fimmta sæti með 18 stig en Keflavík er á botni deildarinnar með 8.
KR 2-0 Keflavík
1-0 Atli Sigurjónsson
2-0 Ægir Jarl Jónasson
Það var mikið fjör þegar Fram tók á móti HK í Úlfarsárdal.
Staðan var 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik þökk sé marki Fred Saraiva af vítapunktinum.
Atli Hrafn Andrason jafnaði fyrir HK eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik en Framarar svöruðu um hæl og komust yfir á ný með marki Guðmundar Magnússonar.
Orri Sigurjónsson kom Fram í 3-1 skömmu síðar og staðan orðin erfið fyrir gestina úr Kópavogi.
Ahmad Faqa minnkaði þó muninn seint í leiknum en það dugði ekki til. Lokatölur 3-2.
HK er í sjöunda sæti með 16 stig en Fram í því áttunda með 14 stig.
Fram 3-2 HK
1-0 Fred Saraiva
1-1 Atli Hrafn Andrason
2-1 Guðmundur Magnússon
3-1 Orri Sigurjónsson
3-2 Ahmad Faqa