fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Besta deild karla: Afar mikilvægur sigur Fram – KR á góðu skriði

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 21:14

Frá leik í Bestu deild karla. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í Bestu deild karla.

KR tók á móti Keflavík og vann sterkan sigur. Liðið er ósigrað í átta leikjum í röð eftir kvöldið.

Atli Sigurjónsson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks og bætti Ægir Jarl Jónasson við marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

KR er í fimmta sæti með 18 stig en Keflavík er á botni deildarinnar með 8.

KR 2-0 Keflavík
1-0 Atli Sigurjónsson
2-0 Ægir Jarl Jónasson

Það var mikið fjör þegar Fram tók á móti HK í Úlfarsárdal.

Staðan var 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik þökk sé marki Fred Saraiva af vítapunktinum.

Atli Hrafn Andrason jafnaði fyrir HK eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik en Framarar svöruðu um hæl og komust yfir á ný með marki Guðmundar Magnússonar.

Orri Sigurjónsson kom Fram í 3-1 skömmu síðar og staðan orðin erfið fyrir gestina úr Kópavogi.

Ahmad Faqa minnkaði þó muninn seint í leiknum en það dugði ekki til. Lokatölur 3-2.

HK er í sjöunda sæti með 16 stig en Fram í því áttunda með 14 stig.

Fram 3-2 HK
1-0 Fred Saraiva
1-1 Atli Hrafn Andrason
2-1 Guðmundur Magnússon
3-1 Orri Sigurjónsson
3-2 Ahmad Faqa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg