Vestri tók á móti Leikni R. í Lengjudeild karla í kvöld.
Um mikilvægan leik var að ræða en liðin eru í neðri hluta deildarinnar.
Vestri fór með sigur af hólmi í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Vladimir Tufegdzic þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Lokatölur 1-0.
Úrslitin þýða að Vestri er í níunda sæti með 9 stig en Leiknir er í ellefta með 5 stig.