Kai Havertz er genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Hann skrifar undir langtímasamning.
Skiptin hafa lengi legið í loftinu en hafa nú verið staðfest.
Arsenal greiðir Chelsea 65 milljónir punda fyrir þjónustu Havertz.
Þjóðverjinn verður í treyju númer 29 hjá Arsenal, líkt og hjá Chelsea.
Havertz hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2020 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu á sínu fyrsta tímabili.
Welcome to The Arsenal, Kai Havertz 🤩
— Arsenal (@Arsenal) June 28, 2023