fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ferðaskrifstofa situr eftir með sárt ennið eftir að berjast með kjafti og klóm gegn feðgum sem afpöntuðu rétt fyrir brottför

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 17:30

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Ólafur G. Gústafsson, Steinar Þór og Grétar Már, fá fulla endurgreiðslu frá Ferðaskrifstofu Íslands fyrir sig og fjölskyldur sínar, eftir langa og stranga baráttu þar sem ferðaskrifstofan barðist með kjafti og klóm gegn því.

Stórfjölskyldan hafði ætlað í heljarinnar ferð til Norður-Ítalíu veturinn 2020 og bókuðu pakkaferð frá Ferðaskrifstofu Íslands, en í pakkanum fólst flug með Icelandair, rútuferð og hótelgisting.

Afpöntuðu sjö tímum fyrir brottför út af COVID

Steinar Þór sendi svo tölvupóst fyrir hönd fjölskyldunnar laust fyrir miðnætti daginn fyrir brottför og afpantaði ferðina í ljósi frétta dagsins og stöðu smita á Norður-Ítalíu en á þessum tíma hafði mikið verið fjallað um að flest smit sem hafi borist um Evrópu væru rekin þangað. Fjölskyldan gat ekki fundið símanúmer til að hafa samband við Ferðaskrifstofuna til að greina þeim frá þessari ákvörðun sinni, þar sem skrifstofa var ekki opin.

Ferðaskrifstofan svaraði erindi fjölskyldunnar með því að vísa til þess að ferðin hafi verið að fullu greidd og yrði, samkvæmt skilmálum, ekki endurgreidd. Þessu mótmælti fjölskyldan með vísan til laga um pakkaferðir á ákvæðis sem þar má finna um óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður, en farsóttir eða sjúkdómar geti klárlega talist slíkt. Smithætta á Norður-Ítalíu hafi verið mikil og fyrirséð að fólk yrði varað við ferðum þangað. Því ætti fjölskyldan að fá endurgreitt að fullu.

Ferðaskrifstofan bar því við að á umræddum tíma hafi landlæknir ekki lagst gegn öllum ferðum til Norður-Ítalíu heldur aðeins fjórum héröðum, en ferð fjölskyldunnar hafi ekki verið á þau svæði. Önnur svæði hafi ekki verið skilgreind sem áhættusvæði, á þessum tíma, þó slíkt hafi átt sér stað örfáum dögum eftir að ferðin var afpöntuð. Lög geri ekki ráð fyrir því að fólk geti afpantað ferðir með nokkurra klukkustunda fyrirvara.

Höfðu betur gegn í fjórgang

Fjölskyldan leitaði næst til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og krafðist endurgreiðslu auk dráttarvaxta. Nefdin kvað um úrskurð þeim í vil í september 2020. Þessum úrskurði vildi Ferðaskrifstofan ekki unna og höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dómari þar rakti að að útbreiðsla COVID á áfangastað gæti klárlega talist til óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. Þó svo öll Ítalía hafi ekki verið skilgreind sem áhættusvæði þegar ferðin var afpöntuð hafi verið ljóst að útbreiðslan var ör. Því hafi fjölskyldan getað afpantað, eða rift pakkaferðasamningi, án þess að þurfa að greiða riftunargjald. Breytti þar engu um þó svo að aðrir hafi farið í þessa tilteknu ferð, sem eftir sem áður var framkæmd af Ferðaskrifstofunni. Ferðaskrifstofan ætti því að endurgreiða ferðina að fullu, með dráttarvöxtum og við það bættist málskostnaður fjölskyldunnar. En rétt er að minnast þess að Ólafur, sem er lögmaður, flutti málið sjálfur hvað hann varðaði og gætti hagsmuna sonar síns, Steinars Þórs. Grétar Már, líka lögmaður, gætti svo sjálfur sinna hagsmuna.

Ekki sætti Ferðaskrifstofan sig við þetta og áfrýjaði til Landsréttar. Landsréttur tók þó undir með fjölskyldunni og staðfesti niðurstöu héraðsdóms, og aftur þurfti Ferðaskrifstofan að greiða málskostnað.

Þá var bara eitt úrræði eftir – Hæstiréttur – sem samþykkti að taka málið, eða málin, til skoðunar. Ferðaskrifstofan taldi að sjónarmið um óvenjulegar aðstæður gætu ekki átt við gagnvart ferð sem ekki var afbókuð í heild sinni, þar sem fyrirliggjandi upplýsingar á brottfaradegi gáfu ekki tilefni til að ætla að smithætta væri á áfangastað. Ekki sé hægt að leyfa huglægri afstöðu ferðamanna að stýra því hvenær um óvenjulegar aðstæður sé að ræða, þar sem þeir gætu þá hvenær sem er afpantað ferð með tilheyrandi kostnaði og áhættu fyrir veitanda ferðaþjónustu.

Hæstiréttur rakti á þessum tiltekna tíma hafi faraldurinn verið að berast út um allt. Smitum fjölgaði hratt á Ítalíu og þó svo allt landið hefði ekki verið skilgreint sem áhættusvæði, þá átti slíkt eftir að vera gert eftir örskamman tíma. Faraldurinn var nýlega farinn á flug svo ekki var hægt að tala um fyrirsjáanleika. Var því niðurstaða Landsréttar staðfest, og aftur bættist við málskostnaður sem Ferðaskrifstofa Íslands þarf að greiða.

Því fór svo að fjölskyldan, en feðgarnir fóru fyrir þeim þremur málum sem voru rekin á öllum dómstigum og fyrir úrskurðarnefnd fyrir það, hafði í öllum tilvikum betur og getur nú státað sig af því að hafa lagt Ferðaskrifstofu Íslands fjórum sinnum, og það í þremur aðskildum málum. Geri aðrir betur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð