fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Myrkraverk í bíl – Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 18:45

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. júní næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra, á Sauðárkróki, mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn karlmanni fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn barni.

DV hefur nafnhreinsaða ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en þar er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðisbrot gegn stúlku án hennar samþykkis í bílum sem maðurinn hafði til umráða. Segir að maðurinn hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, sem og þá staðreynd að hún var ein með honum, fjarri öðrum. Hann hafi látið hana hafa við sig munnmök og sett fingur í leggöng hennar. Þetta hafi hann gert í tveimur bílum sem hann hafði til umráða. Hann hafi ennfremur haft samfarir við hana í bílunum að jafnaði einu sinni í viku. Einnig er hann sagður hafa haft tvisvar samræði við stúlkuna á heimili sínu.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, með því að hafa haft í vörslu sinni kynferðislega ljósmynd af stúlkunni í síma sínum.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um miskabætur upp á rétt rúmlega fimm milljónir króna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir