Hún hefur verið sökuð um að hafa farið í varafyllingu, sem hún hefur aldrei gert, og sprautað fylliefni í andlitið.
Saga B blæs á kjaftasögurnar í Fókus, lífsstílsþætti DV.
„Ég er bara nýlega búin að fá að heyra: „Þú ert búin að sprauta í kinnarnar.“ En nei, klárlega ekki,“ segir hún.
„Ég hef alltaf hugsað að ég myndi aldrei gera neitt fyrr en ég yrði þrítug, en ég er nýorðin þrítug þannig ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það. Ég hef alveg hugsað um að fara í bótox og annað.“
„Ef ég myndi gera eitthvað þá myndu allir fá að vita af því,“ tekur hún fram.
Sjá einnig: Saga B ánægð með nýju brjóstin
Söngkonan fór nýlega í brjóstastækkun og greindi frá því á Instagram og ræddi það frekar í Fókus, þáttinn má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify.