fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gagnrýnir sýknudóm í barnaníðsmáli – „Ég verð að vera bjartsýn á að þessu verði snúið við“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 14:52

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir. Mynd: Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Baldvins Bjargardóttir lögmaður telur sýknudóm í kynferðisbrotamáli sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. júní síðastliðinn stinga í stúf og bendir á að álíka góð og lakari sönnunargögn hafi áður dugað til sakfellingar í kynferðisbrotamálum. Helga var réttargæslumaður brotaþola í málinu. Maður á fimmtugsaldri var sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um ítrekuð kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni um þriggja til fjögurra ára skeið, er stúlkan var á aldrinum 9 til 13 ára. Til grundvallar ákærunni lágu vottorð frá tveimur sálfræðingum Barnahúss þar sem stúlkan hafði lýst meintum brotum í fjölda viðtala. Ennfremur lá fyrir vitnisburður þriggja vinkvenna stúlkunnar sem hún hafði greint frá meintum brotum, auk þess sem framburður stúlkunnar fyrir dómi var metinn trúverðugur.

Sjá einnig: Dómur fallinn í alræmdu barnaníðsmáli – Var sakaður um að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni yfir hundrað sinnum

Helga telur það vera ógnvænlegt ef þetta verður niðurstaða málsins en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Landsréttar, sú ákvörðun er á borði ríkissaksóknara sem hefur frest til 20. júlí til að áfrýja.

Réttarkerfi sem mætir brotaþolum

„Verði það verður niðurstaðan þá held ég að við þurfum alvarlega að spyrja okkur hvort réttarkerfið sé að mæta brotaþolum. Mér finnst alvarlegt að svona ákvarðanir séu bara í höndum lögfræðimenntaðra dómara með enga þekkingu á áföllum, áfallastreitu, afleiðingum ofbeldis, þannig að vottorð um áfallastreitu og afleiðingar spili ekki stærra hlutverk við mat á trúverðugleika brotaþola.“

„Það er til dæmis horft til þess að stúlkan hafi aldrei forðast hinn ákærða. Þetta finnst mér vera alvarleg mistúlkun á því hver séu eðlileg viðbrögð brotaþola og barns í þessum aðstæðum og mér finnst ekki horft nægilega til þess hve afdráttarlaus vottorðin frá sálfræðingum Barnahúss voru.“

Aðspurð hvort hún sem réttargæslumaður brotaþola geti beitt sér fyrir því að málið fari fyrir Landsrétt segir hún að því miður styðji lögin það ekki. „Þetta er líka það sem hefur verið kallað eftir, að brotaþolar fái aðilastöðu í þessum málum. Ég hef afar takmarkaðar heimildir fyrir utan aðkomu að einkaréttarkröfu brotaþola um miskabætur og að biðja um að ákærði víki úr þingsal á meðan brotaþoli gefur skýrslu.“

Segir ákærða hafa verið rekið málið eins og forsjármál

„Mér leið á tímabili eins og þetta mál væri rekið eins og forsjármál af hálfu ákærða. Það var verið að draga fram hvað pabbi hennar ætti að vera slæmur, hann ætti sér sögu og hefði verið með hótanir, en það skiptir bara engu máli,  kemur þessu ekki við, þetta er mál sem á að snúast um meint brot ákærða gegn barni,“ segir Helga ennfremur, og segir að þar sem brotaþoli hafi ekki stöðu aðila í ofbeldismálum fái ákærði tækifæri til að stýra þeirri mynd sem sagan tekur á sig fyrir dómi.

„Það sem mér finnst hættulegt þróun almennt í málum sem varða alvarlegt ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, er þegar menn sem eru sakaðir um að beita slíku ofbeldi setja þetta í samhengi við raunverulega eða meinta forsjárdeilu. Þá virðist eins og þunginn fari úr ofbeldisásökununum og allir stígi til hliðar í stað þess að skerast í leikinn og vernda brotaþola og aðra sem gætu lent í þeim. Það sem er óvenjulegt hér er að þarna er það faðir sem er sakaður um vanstillingu en oft eru konur sakaðar um að beita öllum brögðum og reyna að klekkja á ásökuðum mönnum. Mér finnst þetta mjög alvarlegt því þarna erum við með brot sem samfélagið segir að séu á meðal alvarlegustu brota sem hægt er að fremja. Það endurspeglast kannski í víðum refsiramma en það þýðir líka að sönnunarkröfur eru rosalega strangar og afar fáir af þeim sem beita ofbeldi eru nokkurn tímann ákærðir fyrir það, hvað þá dæmdir. Ég vil frekar sjá vægari dóma en að þeim fylgi kvöð um að dæmdir ofbeldismenn vinni ekki með börnum og börn séu ekki skikkuð í umgengni við þannig menn. Við þurfum að hafa það þannig að samfélagsleg áhrif ofbeldismála leiði til verndar fyrir brotaþola og að mark sé tekið á upplifun þeirra. Til þess þarf bæði meiri sérþekkingu á ofbeldi og áföllum inn í kerfið og aðilastöðu brotaþola þannig að réttargæslumaður geti ásamt brotaþola safnað sönnunargögnum og kallað til vitni í stað þess að ákærði fái að hanna atburðarásina fyrir dómi.“

Vongóð um að dómnum verði snúið við

Aðspurð segist Helga vera vongóð um að málinu verði áfrýjað til Landsréttar og dómnum snúið við þar. „Já, ég verð að leyfa mér að vera það. Annars er tilgangslaust að vera með þetta í boði fyrir brotaþola, að geta kært og lagt fram gögn sem styðja þá frásögn. Ég verð að vera bjartsýn á að þessu verði snúið við því ef ekki þá eiga mörg önnur mál af þessu tagi sér ekki viðreisnar von, ef gögn eins og teflt var fram hér duga ekki til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“