Gabri Veiga miðjumaður Celta Vigo er eftirsóttur biti og hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allt sumar.
Það að Manchester City hafi hætt að kaupa Declan Rice í dag eru sögð vond tíðindi fyrir Liverpool.
Fabrizio Romano segir að City sé nú farið að eltast við Veiga sem kostar 34 milljónir punda.
Slík klásúla er í samningi miðjumannsins em er í U21 árs landsliði Spánar.
Veiga er öflugur miðjumaður en hann kostar 70 milljónum punda minna en Rice sem er á leið til Arsenal fyrir 105 milljónir punda.