Ef það er eitthvað sem hún hefur lært í gegnum árin, hvort sem það er á sviði tónlistar eða viðskipta, þá er það að gefast aldrei upp.
Saga B var gestur í síðasta þætti af Fókus, lífsstílsþáttum DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Spotify og Sjónvarpi Símans.
Aðspurð hver sé mikilvægasta lexían sem hún hefur lært í gegnum árin segir hún:
„Að halda áfram þó eitthvað gangi ekki upp. Leita óhefðbundna leiða.“
Tónlistarkonan viðurkennir að stundum komi fyrir að hana langi að pakka saman en þá minni hún sjálfa sig á að það eina sem er öruggt er að „þú veist það gengur ekki upp ef þú sækist ekki eftir því.“
Hún beinir orðum sínum til annarra: „Taktu skrefið. Og ef það gengur ekki upp núna, reyndu aftur seinna. Oft þarf maður að bíða eftir rétta tækifærinu. Láttu til skarar skríða.“