Tottenham er að ganga frá kaupum á James Maddison og er búist við því að kaupin verði kláruð í dag eða á morgun. Borgar Tottenham 40 milljónir punda fyrir kauða.
Tottenham ætlar að halda áfram á markaðnum en næstur á blaði er Micky van de Ven varnarmaður Wolfsburg.
Hollenski varnarmaðurinn er á lista hjá nokkrum liðum en Tottenham vill láta til skara skríða.
Micky van de Ven er sjálfur klár í að fara til Tottenham og vonar að viðræður gangi vel.
Edmond Tapsoba varnarmaður hjá Bayer Leverkusen er líka á lista Tottenham en er talsvert dýrari en sá hollenski.