Manchester United mun funda með Chelsea í vikunni vegna Mason Mount en Daily Telegraph segir frá.
Chelsea hafnaði 55 milljóna punda tilboði United á dögunum en viðræður halda áfram.
Telegraph segir að Chelsea vilji 65 milljónir punda en það verð ætlar United ekki að borða.
Telegraph segir að United sé til í að breyta 55 milljóna punda tilboðinu og hvernig það verður greitt. Gæti félagið borgað upphæðina hraðar en í tilboðinu sem kom síðast.
Mount hefur látið Chelsea vita að hann skrifi ekki undir nýjan samning en hann er samningslaus eftir ár og félagið því í vondri stöðu.