Arsenal telur að allt veðri klappað og klárt í dag eða á morgun og að félagið hafi þá fest kaup á Declan Rice. Fabrizio Romano segir frá.
Arsenal telur sig geta klárað alla pappíra og kynnt Rice til leiks á næstu 48 klukkustundum.
Þriðja tilboð Arsenal er á borði West Ham og eru félögin að finna út úr því hvernig kaupverðið verði greitt. West Ham vill að Arsenal greiði 105 milljónir punda hraðar en félagið ætlaði sér.
Manchester City er hætt við að eltast við Rice og telur hann ekki vera sama virði og Arsenal er til í að borga.
Allt ætti að vera klárt á milli Rice og Arsenal og því gætu hlutirnir gengið hratt fyrir sig um leið og West Ham skrifar undir.
Arsenal expect Declan Rice deal to be 100% agreed today or tomorrow — the club is working to get it sealed within 24/48 hours. It’s more than close now. 🚨⚪️🔴 #AFC
All parties discussing on key details as the agreement looks imminent. pic.twitter.com/u8cGRVDlZd
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2023