fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Michelin-kokkur útskýrir af hverju þú átt aldrei að grilla hamborgara

Fókus
Sunnudaginn 2. júlí 2023 11:00

David Chang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Chang á vinsæla veitingastaðinn Momofuku í New York, sem hefur hlotið tvær Michelin-stjörnur.

Esquire nefndi Chang sem einn af áhrifamestu einstaklingum 21. aldarinnar og hefur hann unnið til fjölda verðlauna.

Stjörnukokkurinn segir að grillmatur sé lygi sem auglýsingabransinn bjó til og að það sé bandvitlaust að grilla hamborgara.

Hann útskýrir af hverju í hlaðvarpsþætti sínum, The David Chang Show.

„Grill er ömurleg leið til að elda hamborgara,“ segir hann.

„Við lítum svo á að ef það er sumar, þá borðum við hamborgara og hann verður að vera grillaður. En að mínu mati er grill hræðileg aðferð til að elda hamborgara og ég held að þessi skoðun mín muni koma mér í vandræði.“

Chang ráðleggur fólki frekar að elda frekar hamborgara á steikarpönnu eða steikingarhellu.

„Það mun kvikna í safaríkum borgara, þannig af hverju að nota grillið? Þessi hugmynd um að bragðið kemur frá grillinu, eina bragðið sem kemur er bragðið af kolsýring. Þú þyrftir að elda hamborgarann yfir kolum í tólf klukkutíma til að fá þetta grillbragð,“ segir hann.

„Að mínu mati er grillið og hamborgarinn lygi sem auglýsingabransinn bjó til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram