Barcelona er að reyna að selja leikmenn fyrir föstudag til að loka rekstrarári sínu með ágætis hætti. Félagið þarf að loka árinu á föstudag.
Börsungar reynir að selja Clement Lenglet sem var á láni hjá Barcelona, Samuel Umtiti sem gerði vel á Ítalíu og Sergino Dest bakvörðinn frá Bandaríkjunum.
Ólíklegt er að Barcelona takist að losa þá alla en Tottenham skoðar að kaupa Lenglet en ekki fyrir föstudag.
Sóknarmennirnir Gustavo Maia og Alex Collado eru til sölu á ódýru verði og gæti Collado farið til Las Palmas á næstu dögum.
Barcelona hefur undanfarin ár þurft að fara hinar ýmsu leiðir til að reyna laga bókhaldið og það heldur áfram.