fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Nýtt fyrirtæki hannar og þróar applausnir

Eyjan
Miðvikudaginn 28. júní 2023 10:22

Jón Kári Eldon, Elmar Gunnarsson, Garðar Þorsteinsson og Brynjar Gauti Þorsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt fyrirtæki, Apparatus, hefur verið stofnað um hönnun og þróun applausna fyrir íslenskan markað. Hið nýja félag er systurfyrirtæki vefstofunnar Vettvangs og er í eigu sömu aðila, Elmars Gunnarssonar og Garðars Þorsteinssonar. Auk þeirra starfa hjá Apparatusi reynslumiklir forritarar og hönnuðir.

Elmar og Garðar segjast hafa fundið rækilega fyrir hinni hröðu þróun í stafrænni tækni á undanförnum árum. Krafa neytenda um fyrsta flokks þjónustu og sjálfsafgreiðslu í gegnum stafræna miðla verður sífellt meiri, sem helst í hendur við hraða þróun í veflausnum og farsímatækni. Apparatus tekur á loft af krafti, en meðal fyrstu viðskiptavina sem þegar eru með öpp í þróun má nefna Lyfju og Atlantsolíu.

„Stofnun Apparatus er rökrétt næsta skref fyrir okkur, enda finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir þróun applausna um þessar mundir. Við erum þegar með mjög metnaðarfull verkefni í þróun fyrir aðila eins og Atlantsolíu og Lyfju,“ segir Elmar.

„Hönnun fyrir símaviðmót fylgir eigin lögmálum, en þó erum við í grunninn alltaf að smíða lausnir sem eru hámarkaðar fyrir notendur, kröfur þeirra og þarfir sem breytast hratt. Sérstaða okkar hjá Apparatusi er hve náið við vinnum með samstarfsaðilum okkar. Við gefum okkur þann tíma sem þarf til að kynnast fyrirtækjunum, starfsemi þeirra og væntingum viðskiptavina þeirra,“ segir Elmar ennfremur.

Jón Kári Eldon, hönnunarstjóri Apparatus, segir að tækniþróun í applausnum hafi verið mjög hröð á síðustu árum. „Í dag er raunhæft fyrir flesta að gefa út sitt eigið app sem hefur ýmsa kosti fram yfir venjulegt vefviðmót á farsímum. Áður var slíkt bara á færi stærstu fyrirtækja. Tæknin heimilar okkur að gefa út öpp þvert á Apple/Android markaðina. Það einfaldar leikinn auðvitað til muna,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben