Tölfræðin sem sýnir væntanlegt mörk liða í fótbolta er ekki allra en getur gefið ágæta mynd af því hversu öflugur sóknarleikur liðs er.
Þannig er búið að setja saman tölflu sem ber saman xG Manchester City og Arsenal á síðustu leiktíð.
Arsenal var í efsta sætinu stærstan hluta tímabilsins en gaf hressilega eftir þegar leið á og City vann deildin að lokum sannfærandi.
Á skiltinu hér að neðan má sjá að XG tölfræði liðanna var ansi svipuð framan af móti en í kringum 13 umferð fer Arsenal að taka fram úr og er þar allt fram í 21 umferð.
Þá fer City að síga fram úr og hrun Arsenal í XG tölfræðina hefst. Það er svo undir lok tímabils sem hrun Arsenal er algjört.
Liðið hætti að skapa sér færi á meðan City var í svipuðum takti og jafnvel betri en framan af móti. Tölfræðin um þetta er hér að neðan.