Telegraph segir frá því að West Ham og Arsenal sitji á fundi til að reyna að finna lausn á því hvernig Arsenal borgar fyrir Declan Rice.
Arsenal bauð 105 milljónir punda í Rice í gær en Arsenal þarf að laga tilboð sitt svo West Ham taki tilboðinu.
West Ham vill fá greiðslurnar hraðar en Arsenal bauð í fyrstu. Ekki er útilokað að Manchester City leggi fram tilboð í dag.
Talað hefur verið um að West Ham vilji 100 milljónir punda fyrir Rice og nú hefur Arsenal lagt 100 milljóna punda tilboð með möguleika á 5 milljónum punda til viðbótar á borð þeirra.
Samþykki West Ham tilboðið verður Rice dýrasti Englendingur sögunnar.