fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mannslátið á LÚX – Niðurstöður krufningar berast í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 09:27

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldshúrskurður yfir manni sem situr í haldi lögreglu, grunaður um að hafa orðið manni á bana á skemmtistaðnum LÚX í Austurstræti síðustu föstudagsnótt, rennur út á morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir of snemmt að segja til um hvort áframhaldandi gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

„Við eigum von á bráðabirgðaniðurstöðum krufningar í dag og þá getum við áttað okkur betur á stöðunni,“ segir Grímur í samtali við DV. Aðspurður um gang rannsóknarinnar segir Grímur: „Staðan skýrist með hverjum deginum og hverri yfirheyrslunni. En það er ekki eitthvað sem við getum tjáð okkur meira um fyrr en niðurstaða liggur fyrir.“

Lögregla var kölluð til á Lúx á fjórða tímanum á föstudagsnótt en þá lá maður meðvitundarlaus á staðnum eftir átök við annan mann sem var flúinn af vettvangi en fannst stuttu síðar í nágrenni staðarins. Árásarþolinn lést á laugardaginn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann var á þrítugsaldri.

Samkvæmt heimildum DV er árásarmaðurinn 28 ára gamall og hefur æft hnefaleika. Vitni telja að eitt högg í hnakka árásarþolans hafi valdið látinu. Þetta hefur lögregla ekki staðfest en þó gefið upp að ekki sé talið að vopnum hafi verið beitt í árásinni. Ekki er talið líklegt að tengsl hafi verið á milli mannanna.

Sjá einnig: Vitni telja að aðeins eitt högg í höfuðið hafi valdið mannslátinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks