Harry Kane fyrirliði Tottenham vill fara frá félaginu og ganga í raðir FC Bayern. Guardian segir frá þessu í blaði sínu.
Segir að Kane hafi tekið samtalið við þýska stórveldið og lítist vel á það tilboð sem félagið vill bjóða honum.
BBC segir svo frá því að þeir þýsku séu byrjaðir að kokka saman nýtt tilboð sem þeir telji að Tottenham muni taka.
Tottenham hafnaði rúmlega 60 milljóna punda tilboði Bayern í Kane en talið er að Spurs vilji 80 milljónir punda.
Kane á ári eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur ekki viljað eiga samtal um nýjan samning.
Tottenham er að ganga frá kaupum á James Maddison miðjumanni Leicester fyrir um 40 milljónir punda.